- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Full bjartsýni hefjum við undirbúning fyrir Ljósanótt 2022. Miðað við þá þróun sem nú á sér stað í faraldrinum, afléttingar takmarkana og væntingum um að eðlilegt líf sé innan seilingar stefnum við að því að halda langþráða Ljósanótt 2022. Að venju fer hátíðin fram fyrstu helgina í september eða dagana 1.-4. september.
Áhersla er jafnan lögð á fjölbreyttar uppákomur frá fimmtudegi til sunnudags og hámarki nær hátíðin á laugardagskvöldi með stórtónleikum á útisviði, lýsingu Bergsins og glæsilegri flugeldasýningu.
Menningaráhersla er aðalsmerki hátíðarinnar og hafa tónlist og myndlist jafnan verið þar í fararbroddi.
Við tökum vel á móti hugmyndum og athugasemdum á netfanginu ljosanott@ljosanott.is
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)