- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Undirbúningur fyrir Ljósanótt, sem fram fer 4.-7. september, er kominn á fulla ferð. Reykjanesbær skapar hátíðinni umgjörð með föstum viðburðum en það eru íbúar, félög og fyrirtæki sem fylla bæinn af lífi og gera hátíðina að því stórkostlega sem hún er.
Nú er rétti tíminn til að hrinda hugmyndum í framkvæmd, skreyta nærumhverfi og undirbúa uppákomur fyrir gesti og gangandi. Ljós, list og litríkar hugmyndir skapa þá einstöku stemningu sem Ljósanótt er þekkt fyrir.
Við hvetjum alla til að skrá viðburði á ljosanott.is svo þeir verði hluti af opinberri dagskrá hátíðarinnar. Þar má einnig finna allar helstu upplýsingar. Fyrir samtal eða ráðgjöf er hægt að senda tölvupóst á ljosanott@reykjanesbaer.is.
Tökum höndum saman og gerum Ljósanótt 2025 einstaka!
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)