Ljósin á jólatrénu frá Kristiansand tendruð á laugardag

Ljósin á jólatrénu heilla
Ljósin á jólatrénu heilla

Ljósin á jólatrénu frá vinabænum Kristiansand verða tendruð á laugardaginn 4. desember kl. 17:00.

Dagskrá er hefðbundin en fram koma blásarasveit tónlistarskólans, barnakór Holtaskóla og viðurkenningar verða veittar frá Skessudögum.

Norski sendiherrann Dag Werno Holter afhendir tréð og flytur ávarp ásamt Gunnari Þórarinssyni forseta bæjarstjórnar. Sigrún Elísa Eyjólfsdóttir nemandi í 6. bekk í Holtaskóla hlýtur þann heiður að tendra ljósin á trénu.

Búist er við því að jólasveinar líti við og boðið verður upp á heitt súkkulaði og piparkökur.