- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Ljósin verða tendruð á vinabæjarjólatrénu frá Kristiansand í Noregi á Tjarnargötutorgi laugardaginn 1. desember kl. 17:00.
Stutt dagskrá verður af því tilefni með tónlist og söng frá nemendum Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og kór 4. bekkjar í Holtaskóla. Sendiherra Noregs á Íslandi mun afhenda jólatréð og fulltrúi bæjarins veita því viðtöku. Þá mun Alísa Rún Andrésdóttir nemandi í 6. bekk Akurskóla hljóta þann heiður að tendra ljósin á trénu sem munu lýsa okkur í mesta skammdeginu. Jólahljómsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar stígur því næst á stokk og slær upp léttu jólaballi og stýrir dansi í kringum jólatréð ásamt góðum gestum úr fjöllunum. Á meðan á dagskrá stendur verður viðstöddum boðið að ylja sér á heitu kakói og piparkökum.
Boðið verður upp á hið árlega og „ljúffenga“ Bókakonfekt sunnudaginn 2. desember kl. 14:00 í listasal Duushúsa.
Höfundar sem lesa upp úr nýjum bókum eru: Auður Ava Ólafsdóttir, Gerður Kristný, Marta Eiríksdóttir og Steinunn Sigurðardóttir. Bækur höfundanna verða seldar á staðnum
og hægt að fá þær áritaðar.
Kvennasveitin Jólaseríurnar flytur tónlist milli upplestra. Heitt verður á könnunni og boðið upp á konfekt í hléi.
Bæjarbúar eru hvattir til þátttöku í þessum ómissandi viðburðum í aðdraganda jóla hér í bænum okkar.
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)