Ljósmyndamaraþon á bókasafninu á Safnahelgi á Suðurnesjum

Alltaf gaman að taka þátt í ljósmyndamaraþoni
Alltaf gaman að taka þátt í ljósmyndamaraþoni

Bókasafn Reykjanesbæjar og Byggðasafn Reykjanesbæjar efna til ljósmyndamaraþons fyrir grunnskólabörn í 5. - 10. bekk á morgun laugardag í tilefni af Safnahelgi á Suðurnesjum.

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt mæta á Bókasafnið klukkan 13 og skrá sig til leiks. Eftir skráningu fá þátttakendur 3 viðfangsefni eða þemu til að mynda og halda að því loknu út í daginn. Ljósmyndum þarf að skila fyrir miðnætti á netfangið ljosmyndamarathon@reykjanesbaer.is, eina af hverju viðfangsefni.

Efnt er til ljósmyndamaraþonsins í tilefni af Barnahátíð 22. - 25. apríl næstkomandi. Þátttakendum verður skipt upp í 2 aldurshópa, 5. - 7. bekkur og 8. - 10. bekk og verðlaun veitt í báðum flokkum, myndavél fyrir bestu myndir í heild og aukaverðlaun fyrir frumlegar útfærslur.

Dómnefnd verður bæði skipuð atvinnuljósmyndurum og áhugafólki. Um leið og úrslit verða kynnt verður sett upp sýning á verðlaunamyndum á Bókasafninu. Reykjanesbær áskilur sér rétt til að nota þær myndir sem sendar verða inn, til dæmis í auglýsingar.

Meðfylgjandi mynd er tekin af Samúel A. Ólafssyni í ljósmyndamaraþoni Bókasafnsins og Fjörheima árið 2002 og túlkar myndarfólk