LK frumsýnir í kvöld Mér er alveg sama þó einhver sé að hlægja að mér

Frá æfingu
Frá æfingu

Leikfélag Keflavíkur frumsýnir í kvöld „Mér er alveg sama þó einhver sé að hlæja að mér" eftir Guðrúnu Ásmundsdóttur.

Leikritið segir frá tröllastelpunni Lónu sem er að byrja í skóla með mannabörnum en á ekki sjö dagana sæla þar sem hún lendir í því að vera lögð í einelti. Leikfélagið fer heldur ótroðnar slóðir í þessari uppsetningu sinni þar sem öll leikstjórn, staðfærsla, ljósahönnun og hljóðhönnun er í höndum leikhópsins sem hefur lagt á sig mikið til þess að sjá sýninguna verða að veruleika.

Upphaflega átti miðinn að kosta 1500 krónur en Leikfélagið ákvað að lækka það niður í 1000 kr. ekki síst í ljósi þess að um er að ræða verk fyrir alla fjölskylduna. Halla Karen Guðjónsdóttir, aðalleikari sýningarinnar, segir að mikil spenna sé meðal aðstandenda. Hún segist einnig handviss um að mun fleira fólk eigi eftir að láta sjá sig í Frumleikhúsinu að Vesturbraut 17 í kjölfar þess að ákveðið var að lækka miðverð.

Hægt er að panta miða í síma 421 2540.

 Tenglar: Leikfélag Keflavíkur