Lóðarumsóknir einungis á rafrænu formi frá 1. mars

Allt á fullu við byggingu fyrsta áfanga Stapaskóla
Allt á fullu við byggingu fyrsta áfanga Stapaskóla

Þann 1. mars nk. verða umsóknir um lóðir í Reykjanesbæ einungis á rafrænu formi. Á sama tíma breytist viðstals- og símatími byggingarfulltrúa og verður mánudaga til fimmtudaga kl. 10-12 frá og með 1. mars.

Þeir sem hyggjast sækja um lóð eða lóðir í Reykjanesbæ þurfa frá 1. mars að sækja um rafrænt í gegnum þjónustugáttina  Mitt Reykjanes. Slóðin er https://www.mittreykjanes.is. Nota þarf Íslykil eða rafræn skilríki til að skrá sig inn á Mitt Reykjanesbæ. 

Viðtals- og símatímar byggingarfulltrúa, sem voru á þriðjudögum til föstudaga í hverri viku, verða frá 1. mars á mánudögum til fimmtudaga kl. 10-12. 

Með því að smella á þennan tengil opnast umsóknir um Íslykil

Með því að smella á þennan tengil opnast vefur rafræns skilríkis