Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins hafin

Ein af Eurofighter Typhoon EF-2000 orrustuþotunum sem notaðar eru í loftrýmisgæslunni. Ljósmynd: La…
Ein af Eurofighter Typhoon EF-2000 orrustuþotunum sem notaðar eru í loftrýmisgæslunni. Ljósmynd: Landhelgisgæslan

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland er hafin að nýju með komu flugsveitar ítalska flughersins. Allt að 140 liðsmenn ítalska flughersins  taka þátt í verkefninu. Að auki starfsmenn frá stjórnstöð NATO í Uedem, Þýskalandi (Combined Air Operations Center). Flugsveitin verður staðsett á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. 

Flugsveitin kom til landsins fyrr í mánuðinum með fjórar Eurofighter Typhoon EF-2000 orrustuþotur. Verkefnið er framkvæmt með sama fyrirkomulagi og fyrri ár og í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun NATO fyrir Ísland. Ráðgert er að verkefninu ljúki um miðjan apríl.

Verkefnið er framkvæmt af Landhelgisgæslu Íslands í samvinnu við Isavia.