- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Fimmtudaginn 3. mars sl. fór lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Reykjanesbæ fram í Bergi, Hljómahöll í 25. sinn. Það eru nemendur í 7. bekk úr grunnskólum Reykjanesbæjar sem taka þátt í keppninni ár hvert. Áður höfðu skólarnir haldið forkeppni og valið tvo fulltrúa hver. Fjórtán keppendur tóku því þátt að þessu sinni, tveir frá hverjum skóla. Stóra upplestrarkeppnin hefst formlega á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember ár hvert en það er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar. Fram að lokakeppni leggja nemendur og kennarar sérstaka áherslu á vandaðan upplestur og framsögn.
Það er óhætt að segja að keppendur hafi staðið sig með prýði og verið sjálfum sér og sínum skóla til mikils sóma. Dómnefndin var ekki öfundsverð af hlutskipti sínu að velja í verðlaunasæti enda lagði Ingibjörg Einarsdóttir formaður dómnefndar áherslu á það að allir væru í raun og veru sigurvegarar. Að sama skapi hvatti hún keppendur til þess að halda áfram að leggja rækt við þennan þátt móðurmálsins, vandaðan upplestur og framburð.
Sigurvegarar keppninnar í ár voru eftirfarandi:
Ómissandi þáttur þessarar hátíðlegu stundar er tónlistarflutningur nemenda Tónlistarskóla Reykjanesbæjar en flutt voru tvö tónlistaratriði á hátíðinni. Í upphafi léku þær Birna Rún Heiðarsdóttir, Sara Lilja Sveinsdóttir og Vigdís Birta Guðmundsdóttir lagið Uno, Dos, Tres, Quatro eftir Melody Bober. Jón Ingi Garðarsson lék síðan Bourrée í g – moll úr Flugeldasvítunni e. Hendel. Guðný Kristín Þrastardóttir sigurvegari í stóru upplestrarkeppninni frá fyrra ári kynnti skáld hátíðarinnar þau Gunnar Helgason og Vilborgu Dagbjartsdóttur. Þá las Fares Jarrah, nemandi í Holtaskóla ljóð á móðurmáli sínu, arabísku. Að lokum flutti Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs ávarp og afhenti bókagjafir.
Ástæða er til að þakka öllum upplesurum, tónlistarflytjendum, kennurum og foreldrum fyrir frábæran undirbúning sem skilaði sér í vönduðum og góðum flutningi fyrir fullum sal af áhorfendum.
Keppendur sem tóku þátt:
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)