- Þjónusta
- Stjórnsýsla
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Reykjanesbæ og Sandgerði verður haldin í Bergi, Hljómahöll mánudaginn 6. mars kl. 16:30. Fræðslusvið Reykjanesbæjar sér um framkvæmd hennar og er hátíðin nú haldin í tuttugasta sinn.
Undirbúningur fyrir Stóru upplestrarkeppninnar hefst á degi íslenskrar tungu, þann 16. nóvember, hjá öllum 7. bekkingum. Kjörorð verkefnisins eru að vanda flutning og framburð íslensks máls, læra að njóta þess að flytja móðurmál okkar, sjálfum okkur og öðrum til ánægju og að bera virðingu fyrir því.
Á hátíðinni munu nemendur í 7. bekk, sem valdir hafa verið úr grunnskólum Reykjanesbæjar og Sandgerðis, lesa brot úr skáldverki og ljóð. Að lokum mun dómnefnd velja þrjá bestu upplesarana og veita verðlaun. Á hátíðinni koma einnig fram ungir tónlistarmenn en áætlað er að athöfnin standi í um tvær klukkustundir.
Gestir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Tjarnargötu 12 | 230 Reykjanesbæ | Sími: 421 6700
reykjanesbaer@reykjanesbaer.is | Kt. 470794-2169
Opnunartími: kl. 9:00 – 16:00 mán.-fim.
og kl. 9:00-15:00 fös