Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar verður 28. febrúar í Bergi

Sigurvegarar Stóru upplestrarkeppninnar 2017, f.v. Kamilla Ósk, Sæþór Elí og Krista Gló eftir lokah…
Sigurvegarar Stóru upplestrarkeppninnar 2017, f.v. Kamilla Ósk, Sæþór Elí og Krista Gló eftir lokahátíðina í Bergi Hljómahöll.

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Reykjanesbæ og Sandgerði verður haldin í Bergi, Hljómahöll miðvikudaginn 28. febrúar kl. 16:30. Fræðslusvið Reykjanesbæjar sér um framkvæmd hátíðarinnar og er hún nú haldin í tuttugasta og fyrsta sinn.

Undirbúningur fyrir Stóru upplestrarkeppninnar hefst á degi íslenskrar tungu, þann 16. nóvember, hjá öllum nemendum í 7. bekk. Kjörorð verkefnisins eru að vanda flutning og framburð íslensks máls, læra að njóta þess að flytja móðurmál okkar, sjálfum okkur og öðrum til ánægju og að bera virðingu fyrir því.

Á hátíðinni munu nemendur í 7. bekk, sem valdir hafa verið úr grunnskólum Reykjanesbæjar og Sandgerðis, lesa brot úr skáldverki og ljóð. Að lokum mun dómnefnd velja þrjá bestu upplesarana og veita verðlaun. Á hátíðinni koma einnig fram ungir tónlistarmenn en áætlað er að athöfnin standi í um tvær klukkustundir. Gestir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.