- Þjónusta
- Stjórnsýsla
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Fulltrúi úr ungmennaráði Reykjanesbæjar, Hermann Borgar Jakobsson, dró risastóran marglitan Ljósanæturfána að húni á eina hæstu flaggstöng landsins en litir fánans eru til tákns um margbreytileikann og kraftinn sem býr í samfélaginu í Reykjanesbæ. Það var svo Friðrik Dór sem söng inn hátíðina með börnunum sem bundu lokahnútinn á dagskrána með því að syngja öll saman lagið Velkomin á Ljósanótt sem orðið hefur að eins konar einkennislagi hátíðarinnar.
Við tekur fjögurra daga fjölbreytt dagskrá en ríflega eitthundrað viðburðir hafa verið skráðir á vef Ljósanætur, ljosanott.is. Seinnipartinn í dag, fimmtudag, opna listsýningar um allan bæ og verslanir bjóða upp á dúndur tilboð svo reikna má með að bærinn komi til með að iða af lífi þegar líða fer á kvöldið. Á föstudag er öllum hátíðargestum boðið upp á kraftmikla kjötsúpu frá Skólamat og dagskrá verður á svokölluðu Götupartýssviði á Tjarnargötu þar sem Jón Jónsson kemur fram auk ýmissa annarra. Síðan taka við tónleikar í hverfum skipulagðir af íbúum og afar fjölbreyttir tónleikar á skemmtistöðum og í samkomuhúsum bæjarins er að finna alla helgina þar sem fram koma m.a. GusGus, Dimma, Stjórnin, KK, Maggi Eiríks, Pálmi og Aldamótatónleikar svo eitthvað sé nefnt.
Dagskrá laugardags hefst með svokallaðra Árgangagöngu þar sem árgangarnir hittast við Hafnargötu og arka í sameiningu að aðalsviði þar sem bæjarstjóri tekur á móti hópnum. Iðandi dagskrá er allan laugardaginn sem nær hápunkti sínum með kvöldtónleikum á útsviði þar sem fram koma FLOTT, Bubbi Morthens, Vök og Birni. Við tekur bjartasta flugeldasýning landsins áður en ljósin á Berginu eru kveikt sem lýsa íbúum fram á vor og minna á Ljósanótt og sköpunarkraftinn sem í bænum býr. Sunnudagur Ljósanætur er tilvalinn til að þræða allar þær sýningar sem ekki tókst að skoða hina dagana, gera góð kaup í handverkstjaldi og verslunum og klassískt er að leyfa börnunum að klára tívolímiðana sína. Þá er einnig boðið upp á tónleika í Höfnum með Elízu og Lay Low og sérstaka Bítlamessu í Keflavíkurkirkju.
Alla dagskrá Ljósanætur er að finna á www.ljosanott.is og einnig má fylgjast með framvindu hátíðarinnar á samfélagsmiðlum.
Tjarnargötu 12 | 230 Reykjanesbæ | Sími: 421 6700
reykjanesbaer@reykjanesbaer.is | Kt. 470794-2169
Opnunartími: kl. 9:00 – 16:00 mán.-fim.
og kl. 9:00-15:00 fös