Lokun Aðalgötu

Græna línan sýnir svæðið sem verður lokað.
Græna línan sýnir svæðið sem verður lokað.

Aðalgata verður lokuð frá Heiðarbrún að hringtorgi við Iðavelli og Suðurvelli frá kl. 10:00 og fram eftir degi í dag, þriðjudaginn 19. júní.

Unnið verður við fræsingar á vegi og þarf því að loka frá  Heiðarbrún og að hringtorgi. Tenging Fagragarðs við Aðalgötu verður lokuð á meðan á framkvæmd stendur. Gert er ráð fyrir að verktaki muni stýra umferð sem þarf að komast til og frá Vatnsholti. Vegfarendur eru beðnir um að sýna tillitssemi og velja aðra leið ef hægt er.