Lýðheilsugöngur um Reykjanesbæ í september

Lýðheilsugöngur verða farnar um þrjú svæði innan Reykjanesbæjar í september. Ljósmynd: Oddgeir Kars…
Lýðheilsugöngur verða farnar um þrjú svæði innan Reykjanesbæjar í september. Ljósmynd: Oddgeir Karsson

Þrjár lýðheilsugöngur verða farnar um Reykjanesbæ í september. Göngurnar eru unnar í samstarf við Ferðafélag Íslands. Félagið hefur hvatt fólk til gönguferða undir slagorðinu „Komdu út að ganga með okkur í september.“ Gengið verður um Ytri-Njarðvík, Í Höfnum og í Keflavík í þremur aðskildum göngum. Allir eru velkomnir og við hvetjum fólk til að koma með.

Gönguferð um Ytri Njarðvík 12. september

Göngustjóri er Kristján Jóhannsson. Mæting kl. 18 við Ytri Njarðvíkurkirkju.

Gengið verður um elsta bæjarhlutann í Njarðvík. Borgarvegur, Sjávargata, Þórustígur og Brekkustígur. Sagt verður frá húsunum og fólkinu sem þar bjó. Göngunni lýkur á sama stað og hún hefst, við kirkjuna.

Fræðandi en umfram allt skemmtileg ganga sem ætti að taka um klukkustund.

Gönguferð Kirkjuhöfn-Sandhöfn 19. september

Göngustjóri er Rannveig Garðarsdóttir. Mæting kl. 18.00 við Ráðhús Reykjanesbæjar Tjarnargötu 12 og safnað saman í bíla.

Ekið er í samfloti eftir Hafnaveginum að byggingum Stofnfisks sunnan við Hafnir. Þar hefst gangan. Gengið verður með ströndinni að tóftunum á Kirkjuhöfn og Sandhöfn. Þetta voru bæir og kirkja sem fóru í eyði vegna sandfoks á 18.öld. Byggðin var innblástur bókanna „Útnesjamenn" eftir Jón Thorarensen. Hann ólst upp í Höfnum.

Gengið verður að Eyri sem var síðasta bænum sem fór í eyði á þessum slóðum. Gengið verður til baka eftir gamla Hafnaveginum.

Gangan tekur u.þ.b. 90 mínútur.

Gönguferð um elsta hluta Keflavíkur 26. september

Göngustjóri er Helgi Biering, mæting kl.18.00 á bílastæðið bak við Duus Safnahús.

Gegnið um svæðið og kíkt á fornleifa uppgröft og rætt um verndarsvæði byggðar. Gengið áfram meðfram strandlínunni og áhugaverð saga svæðisins skoðuð.

Skemmtilegar samræður og sögur í bland við góða göngu um bæinn. Gangan ætti að taka um klukkustund.