Gulu línurnar sýna malbikunarframkvæmdir á Njarðarbraut og græna lína sýnir nýja akstursleið R2 í d…
Gulu línurnar sýna malbikunarframkvæmdir á Njarðarbraut og græna lína sýnir nýja akstursleið R2 í dag, meðan á framkvæmdum stendur.

Unnið verður að malbikunarframkvæmdum á Njarðarbraut frá kl. 11 í dag og frameftir degi, þriðjudaginn 28. maí. Röskun verður á akstursleið R2 hjá innanbæjarstrætó og eru notendur beðnir um að kynna sér nýja akstursleið. Reykjanesbraut verður ekin í stað Njarðarbrautar sem þýðir að tvær stoppistöðvar detta út.

Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát við framkvæmdarsvæði.