Staðsetningar malbikunarframkvæmda er auðkenndar með bláum lit, en staðsetning fræsingar með gulum.
Staðsetningar malbikunarframkvæmda er auðkenndar með bláum lit, en staðsetning fræsingar með gulum.

Unnið verður að malbikun á Hringbraut, Tjarnargötu og Vesturgötu í dag, mánudaginn 27. maí. Röskun verður á umferð á þessum þremur götum. Bláar línur á mynd sýna framkvæmdasvæði.

Þá verður unnið að fræsingu malbikslaga á Njarðarbraut í dag. Röskun verður á umferð á Njarðarbraut, en götum verður þó haldið opnum eins og hægt er. Gular línur á mynd sýna framkvæmdasvæði. 

Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát við framkvæmdasvæði.