Malbikunarframkvæmdir á gatnamótum Hafnavegar og Flugvallarbrautar

Kaflinn er 50 metra langur og verður Hafnavegur lokaður, hjáleið verður um Ferjutröð, Klettatröð og…
Kaflinn er 50 metra langur og verður Hafnavegur lokaður, hjáleið verður um Ferjutröð, Klettatröð og Flugvallarbraut eins og sýnt er á mynd.

Föstudaginn 9. ágúst er stefnt að því að malbika gatnamót Hafnavegar og Flugvallarbrautar á Ásbrú. Gatnamótin verða lokuð og hjáleið um Flugvallarbraut, Klettatröð og Ferjutröð. Þrengt verður að umferð og viðeigandi merkingar verða settar upp.

Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 12:00 til kl. 18:00.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.