Malbikunarframkvæmdir við Grindavíkurveg

Fimmtudaginn og föstudaginn 27.-28. júlí er stefnt á að malbika báðar akreinar á Grindavíkurvegi. Veginum verður lokað til norðurs við Nesveg báða dagana og umferð til Grindavíkur frá Reykjanesbraut verður beint á þá akrein sem ekki er verið að vinna á hverju sinni. Einnig verður lokað frá Norðurljósavegi inn á Grindavíkurveg. Hjáleið verður um Nesveg, Hafnaveg, Reykjanesbraut og Krýsuvíkurveg

Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 05:00 til kl. 17:00.
* Vegna tafa er áætlað er að framkvæmdum ljúki kl. 19:00, föstudaginn 28. júlí

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.

Lokunarplan