Unnið að malbikunarframkvæmdum í Reykjanesbæ

Frá malbikunarframkvæmdum. Ljósmynd: Local Suðurnes
Frá malbikunarframkvæmdum. Ljósmynd: Local Suðurnes

Áfram verður unnið að malbikunarframkvæmdum í Reykjanesbæ og föstudaginn 30. júní verður hluti Vatnsnesvegar malbikaður, frá Hringbraut og fram yfir Sólvallargötu. Sólvallargata verður lokuð við gatnamót Vatnsnesvegar og Brekkubraut verður alveg lokuð meðan á framkvæmdum stendur.

Samkvæmt upplýsingum frá verktaka ættu framkvæmdir ekki að taka mjög langan tíma, svo fremi sem veðurguðirnir séu í liði með þeim.