Málþing Stapaskóla 2021

Uppgjör teymiskennslu skólaárið 2021 – 2022

Þann 25. maí var starfsdagur í Stapaskóla þar sem allir starfsmenn tóku þátt í málþingi sem fól í sér að gera upp starf vetrarins þar sem við vorum svo lánsöm að vera með Ingvar Sigurgeirsson prófessor við Háskóla Íslands í farabroddi. Ingvar leiddi okkur áfram í því að ganga í takt í teymiskennslu og innleiða þá frábæru kennsluaðferð.

Teymin kynntu eitt til tvö verkefni sem lögð voru fyrir í vetur í anda teymiskennslu og má með sanni segja að gróska, fjölbreytni, sköpun og samvinna einkenni skólastarfið hér í Sapaskóla. Hér eru teymin að þróa skólastarfið í anda teymiskennslu, með áherslu á samþættingu námsgreina, með hringekjum, með aldursblöndun og flæði í smiðjum þar sem nemendur fá að njóta sín. Starfsfólkið leggur sig fram við að skapa umhverfi svo nemendur fái að blómstra og um leið að gera skólastarfið skemmtilegt. Það var einkennandi að heyra hvernig teymin hafa lagt sig fram við að nýta sína styrkleika, að slípa saman „teymishjónabandið“ sem hefur leitt af sér stórkostleg verkefni og samvinnu.