Málþing um menningu

Menningarráð Suðurnesja ásamt menningarfulltrúum sveitarfélaga á Suðurnesjum standa fyrir Málþingi um menningu, laugardaginn 28. maí nk. Málþingið fer fram í Bíósal Duushúsa og hefst kl. 11. Stefnt er að því að Málþinginu ljúki um kl. 15.

Þema Málþingsins er Staðarvitund/Staðarímynd.

Við höfum fengið til liðs við okkur valinkunna fyrirlesara, sem hafa mikla þekkingu og reynslu af menningarmálum og menningartengdri ferðaþjónustu. En það eru þeir Einar Falur Ingólfsson, ljósmyndari og blaðamaður, Kjartan Ragnarsson, forstöðumaður Landnámsseturs Íslands í Borgarnesi og Jónatan Garðarsson, útvarpsmaður, útgefandi og viðburðarstjórnandi.

Auk þess munu 10 listamenn og menningarforkólfar sem allir vinna á Suðurnesjum í skapandi greinum, verða með stutt innlegg um framtíðarsýn og tækifæri í atvinnusköpun hver á sínu listasviði. Listamennirnir eru: Sossa, myndlist, Jóhann Smári Sævarsson, Norðuróp, Marta Eiríksdóttir, Púlsinn, Guðmundur Magnússon, Steinbogi kvikmyndagerð, Marta Jóhannesdóttir, Hlaðan, Bergur Ingólfsson, Gral atvinnuleikhús, Baldur Guðmundsson, Geimsteinn, Ellert Grétarsson, gönguleiðir, ljósmyndir, Hildur Harðardóttir, Gallerí8, Íris Jónsdóttir, Spiral design. Auk þess sem Kristján Pálsson hjá Markaðsstofu Suðurnesja verður með stutt erindi um verkefni sem Markaðsstofan vinnur að m.a. fjölgun ferðamanna á Suðurnesjum.

Málþingið er öllum opið og aðgangur er ókeypis. Rjúkandi heitt kaffi á könnunni og samlokur í hádegishléi.
SUÐURNESJAMENN eru hvattir til að mæta og tak virkan þátt í framgangi menningar- og menningarferðaþjónustu á Suðurnesjum.