Margrét Vilmarsdóttir lætur af störfum eftir farsælt starf

Margrét ásamt Árna bæjarstjóra.
Margrét ásamt Árna bæjarstjóra.

Margrét Vilmarsdóttir var kvödd í Heiðarskóla í morgun þar sem hún hefur starfað frá opnun skólans eða síðastliðinn 14 ár.  Bæjarstjóri þakkaði Margréti fyrir vel unnin störf og nærgætni og heilindi gagnvart samstarfsfólki og nemendum skólans. Samstarfsfólk óskar Margréti velfarnaðar í því sem hún tekur sér fyrir hendur á næstunni og þakkar kærlega fyrir samstarfið.