- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Það er klárlega margt jákvætt að gerast í Reykjanesbæ um þessar mundir, þar sem mikilvægir samningar og framkvæmdir leggja grunn að áframhaldandi uppbyggingu og þróun samfélagsins. Hér má líta yfir tvö spennandi undirskriftir sem marka mikilvægar framfarir í uppbyggingu í bæjarfélaginu:
Lóðin við Sunnubraut 35, sem hefur verið nefnd Akademíureiturinn, er í mikilli þróun. Með nýjum samningum og skipulagsbreytingum er stefnt að því að stækka byggingarmagn úr 20.000 fermetrum í allt að 54.600 fermetra. Þar verður lögð áhersla á íbúðir fyrir eldri borgara, verslun og þjónustu. Áætlað er að allt að 120 íbúðir verði byggðar á reitnum. Stýrihópur hefur verið stofnaður til að leiða verkefnið, og vinnan við næstu skref er þegar hafin.


Föstudaginn 22. nóvember síðast liðinn undirrituðu Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, starfandi bæjarstjóri Reykjanesbæjar, og Ármann Andri Einarsson frá Metatron samning um kaup á nýju gervigrasi fyrir Nettóhöllina. Framkvæmdir hefjast í dag, 9. desember, og stefnt er að því að ljúka verkinu 11. janúar 2025. Á meðan á framkvæmdum stendur verður Nettóhöllin lokuð.

Við hlökkum til að fylgjast með framgangi þessara verkefna sem stuðla að bættum lífsgæðum og sterkari samfélagi í Reykjanesbæ!
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)