María Petrína Berg ráðin leikskólastjóri Holts

María Petrína Berg verður leikskólastjóri Holts frá 1. ágúst næstkomandi.
María Petrína Berg verður leikskólastjóri Holts frá 1. ágúst næstkomandi.

María Petrína Berg hefur verið ráðin leikskólastjóri leikskólans Holts. María Petrína lauk leikskólakennaranámi með B,Ed. gráðu árið 2006 frá Kennaraháskóla Íslands. Hún lauk meistaranámi frá Háskóla Íslands árið 2011. Hún mun hefja störf 1.ágúst n.k.

María Petrína starfaði sem deildarstjóri í 11 ár í leikskólanum á Patreksfirði og sem aðstoðarleikskólastjóri í þrjú ár í leikskólanum Laut í Grindavík. Síðustu sjö árin hefur María Petrína starfað sem leikskólastjóri hjá Félagsstofnun stúdenta.