- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Hægt er að sækja um afnot af matjurtagörðum fyrir sumarið 2020 - eftir 25. maí næstkomandi. Í boði eru sérútbúnir kassar eða afmarkaðir reitir til ræktunar. Kassarnir verða á tveimur stöðum í sumar á opna svæðinu við Leikskólann Holt í Innri Njarðvík og í Grófinni í Keflavík. Í Grófinni eru 18 kassar og á opna svæðinu við leikskólann Holt eru 12 kassar.
Íbúar í Reykjanesbæ geta nýtt sér frábæra aðstöðu og fengið matjurtakassa til afnota fyrir 5.000 kr. fyrir sumartímabilið. Afmarkaðir reitir fást endurgjaldslaust, þeir reitir eru staðsettir hjá Grófinni í Keflavík þar sem matjurtagarðarnir voru staðsettir áður. Öll aðstaða er á ábyrgð leigjenda og Reykjanesbær tekur enga ábyrgð á aðstöðunni. Vatn er aðgengilegt á svæðunum. Garðáhöld, útsæði og plöntur fylgja ekki ræktunarkössunum. Um 30 matjurtagarðar verða leigðir út á vegum Reykjanesbæjar og hægt er að sækja um þá á póstfangið matjurtargardar@reykjanesbaer.is
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)