- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Nokkur umræða hefur verið um mengun í Fitjatjörnum. Svo virðist sem hvítur lögur eða sápuvatn hafi verið að menga tjarnirnar að undanförnum. Haft var samband við Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja sem sér um mengunarvarnir á svæðinu og þaðan hefur okkur borist eftirfarandi tilkynning:
„Heilbrigðiseftirlitið hefur lokið rannsókn sinni á mengun sem sást í skurði á Fitjum í Njarðvík. Mengunin stafar líklega af sápuvatni vegna bílþvotta á vegum fyrirtækis í nágrenninu. Niðurföll plansins þar sem þvotturinn fór fram eru tengd við regnvatnsfrárennsli bæjarins sem veitt er í fyrrnefndan skurð. Fyrirtækið hefur verið upplýst um að þvottur bíla verði að fara fram á plani sem tengt sé olíuskilju.“
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)