Gallerý Grind er opið útigallerí

Gallerý Grind er opið útigallerí og er samfélagslegt menningarverkefni í Reykjanesbæ styrkt af ANDRÝMI fyrir sumarið 2023. ANDRÝMI eru tímabundin verkefni sem gefur hópum eða einstaklingum tækifæri til þess lífvæða og endurskilgreina almenningssvæði í Reykjanesbæ og glæða þau lífi á einn eða annan hátt.

Gallerýið er staðsett við Baugholtsróló og opnaði það formlega Laugardaginn 1. júlí síðastliðinn með listsýningu og voru þar 5 listafólk sem tóku þátt. Sú sýning stendur enn yfir og alveg fram að næstu opnun sem verður 22. júlí. Auk listsýninga verða nokkrir viðburðir yfir sumarið og verða þeir allir auglýstir á Facebook og Instagram síðu Gallerý Grind.

Markmið verkefnisins er að skapa vettvang fyrir skapandi fólk til þess að deila sköpunargleði sinni með íbúum bæjarins en það eru þeir Krummi Laxdal og Fannar Már Skarphéðinsson sem eru listamennirnir á bak við þetta skemmtilega verkefni.

Ef fólk hefur áhuga á því að taka þátt á sýningu hjá Gallerý Grind eða nýta sér svæðið til þess að halda viðburð er það hvatt til þess að hafa samband í gegn um Instagram eða Facebook síðu Gallerý Grind.