- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Næstkomandi sunnudag, 18. nóvember, er alþjóðlegur minningardagur fórnarlamba umferðaslysa, en þann 1. nóvember 2012 höfðu 965 látist í umferðaslysum á Íslandi frá 1968.
Þennan dag verður minningarathöfn haldin við bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi klukkan 11:00 og klukkan 11:15 verður fórnarlamba umferðaslysa minnst með einnar mínútu þögn.
Við hvetjum þig til að taka þátt og minnast þeirra sem hafa látist í umferðinni.
Athöfnin er á vegum Umferðastofu og embætti landlæknis.
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)