Minningarsjóður Gísla Þórs

Minningarsjóður Gísla Þórs Þórarinssonar kom færandi hendi og veitti sérhæfðum námsúrræðum í grunnskólum Reykjanesbæjar peningagjöf. Um er að ræða fjögur sérhæfð námsúrræði og tóku stjórnendur þeirra við gjöfinni úr höndum Pálínu Gunnarsdóttur fulltrúa minningarsjóðsins.

Fræðslusvið Reykjanesbæjar þakkar kærlega fyrir þessa rausnarlegu gjöf.