Möguleg gasmengun 2. og 3. apríl

Eftir því sem líður á daginn kemur vindur til með að snúa sér í vestan og suðvestanátt og því getur gas farið að gera vart við sig í Höfnum fyrst og svo mögulega á Ásbrú og Reykjanesbæ yfir höfuð þegar að líður á morgundaginn.

íbúar eru hvattir til að fylgjast með með gasmælingarspá á vef Veðurstofu Íslands og nálgast leiðbeiningar inn á vef Umhverfisstofunar.