Horft yfir Keflavíkurkirkju og nágrenni. Úr myndasafni Reykjanesbæjar
Eins og eigendur fasteigna í Reykjanesbæ hafa orðið varir við hefur fasteignamat hækkað mikið undanfarin misseri með tilheyrandi hækkun fasteignaskatts í krónum talið. Álagningarprósenta fasteignaskatts var 0,5% af fasteignamati 2017 en var í upphafi þessa árs lækkuð í 0,46% á íbúðarhúsnæði og úr 0,36% í 0,35% á atvinnuhúsnæði.
Alls er gert ráð fyrir í aðlögunaráætlun Reykjanesbæjar að fasteignaskattar skili 1550 milljónum í tekjur árið 2018.
Í aðlögunaráætlun 2019 er gert ráð fyrir að fasteignaskattur skili samtals kr. 1750 milljónum og er nú verið að reikna út hvort og þá hversu miklu umfram það óbreytt álagning mun skila að öllu óbreyttu.
Að því loknu má búast við að álagningarhlutfall fasteignaskatts verði lækkað frekar en þó ekki meira en svo að sveitarfélagið getið staðið við tekjuöflun eins og hún er í gildandi aðlögunaráætlun og lög og reglur kveða á um.