Mörg áhugaverð störf í boði hjá Reykjanesbæ

Frá Vinnuskóla Reykjanesbæjar.
Frá Vinnuskóla Reykjanesbæjar.

Sá skóli sem hefst þegar hefðbundnu skólahaldi lýkur í sumarbyrjun er Vinnuskóli Reykjanesbæjar. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir fyrir nemendur sem eru að ljúka 9. og 10. bekk. Vinnuskólinn verður starfræktur frá 8. júní til og með 4. ágúst, að undanskilinni vikunni 29. júlí til 2. ágúst. Í Vinnuskólanum verður einnig starfræktur garðyrkjuhópur fyrir 17 ára og eldi.

Nú þegar langt er liðið á skólaárið er undirbúningur fyrir næsta skólaár í fullum gangi. Mikið af áhugaverðum störfum er nú í boði í skólum bæjarins og einnig í leikskólum.

Að auki er hægt að leggja inn almenna umsókn og er hún send áfram til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í sex mánuði.