MOTTUMARS - UPP MEÐ SOKKANA

Mottumars - Upp með sokkana
Mottumars - Upp með sokkana

 12. mars 2020 kl.18.00 Sölvi Tryggvason - Fyrirlestur í Bókasafni Reykjanesbæjar.

Sölvi Tryggvason gaf nýverið út bókina: Á Eigin Skinni, sem er afrakstur áratugsvegferðar hans um allt sem snýr að heilsu. Eftir að hafa sjálfur misst heilsuna neyddist Sölvi til að gerast sérfræðingur í heilsu og hefur á undanförnum árum lært af framúrskarandi fólki um allan heim, auk þess að gera endalaust af tilraunum á sjálfum sér þegar kemur að kælingu, föstum, næringu, hreyfingu, bætiefnum og fleiru og fleiru.

Á fyrirlestrinum verður farið yfir lykilatriði þegar kemur að næringu, hreyfingu, leiðir til að bæta svefn, heilastarfsemi og draga úr bólgum og ójafnvægi í líkamskerfinu.
SUÐURNESJABÚAR ERU HVATTIR TIL AÐ MÆTA Á ÞENNAN FLOTTA FYRIRLESTUR – ALLIR VELKOMNIR  

13. mars 2020 Fimm þúsund skref í rétta átt - Karlahlaup Krabbameinsfélagsins á mottumarsdeginum kl.17.00.

Þetta er skemmtihlaup og verður hlaupið, skokkað eða gengið 5 kílómetra frá sundmiðstöðinni í Reykjanesbæ. Markmið hlaupsins er að hvetja karlmenn af öllum stærðum og gerðum til að koma saman og hreyfa sig. Þetta er fyrsta karlahlaup félagsins og er tileinkað árlegu átaksverkefni Krabbameinsfélagsins sem tileinkað er baráttunni gegn krabbameinum hjá körlum. Klíkur af öllum stærðum og gerðum, gengi, vinahópar, félagsmenn, konur, unglingar, börn og fleiri hópar eru hvattir til að mæta undir eigin „flaggi og fána“ og setja þannig skemmtilegan svip á þennan tímamótaviðburð. Einnig hvetjum við alla að mæta í mottumarsokkunum og sýna stuðning í verki.
Þátttökugjald í hlaupið er 3.500 kr. og inni í verðinu er Mottumarsbolur en bolirnir verða einnig til sölu í Gallerí Keflavík á Hafnargötu 32 og verða bolirnir aðgöngumiði í hlaupið. Þátttökugjaldið rennur beint til Krabbameinsfélags Suðurnesja.

Meginmarkmið Mottumars er að vekja athygli á baráttunni gegn krabbameinum hjá karlmönnum. Átakið er hvatning fyrir alla karlmenn og fjölskyldur þeirra um að vera meðvituð um einkenni krabbameina og sinna forvörnum, sem og að afla fjár sem gerir Krabbameinsfélaginu kleift að sinna fræðslu, forvörnum, rannsóknum, ráðgjöf og stuðningi fyrir karlmenn.

Mottumars er árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum í körlum. Meginmarkmið átaksins Mottumars: Karlmenn og krabbamein er að vekja athygli á baráttunni gegn krabbameinum hjá karlmönnum, hvetja alla menn og fjölskyldur þeirra til að vera meðvitaðir um einkenni krabbameina og sinna forvörnum, sem og að afla fjár sem gerir félaginu kleift að sinna fræðslu, forvörnum, rannsóknum og ráðgjöf fyrir karlmenn.
HLAUPARAR ERU HVATTIR TIL AÐ MÆTA Á FYRIRLESTUR SÖLVA TRYGGVASONAR Í BÓKASAFNI REYKJANESBÆJAR KVÖLDIÐ FYRIR HLAUPIÐ OG FÁ SMÁ HVATNINGU FYRIR HLAUPIÐ

22. mars 2020 kl. 11. Bláa messan

Krabbameinsfélag Suðurnesja og Keflavíkurkirkja standa fyrir Blárri messu sunnudaginn 22. mars kl. 11.
Sr. Fritz Már Jörgensson þjónar og dúettinn Heiður mun sjá um ljúfa tóna. .
Formaður Krabbameinsfélagsins Hannes  Friðriksson kynnir félagið. 
Vitnisburður frá krabbameinsgreindum/aðstandanda