Myllubakkaskóli 70 ára

Þriðjudaginn 17. febrúar 2022 eru 70 ár liðin frá vígslu Barnaskólans í Keflavík árið 1952. Bygging Barnaskólans í Keflavík sem nú heitir Myllubakkaskóli hófst árið 1948 og lauk fjórum árum síðar.

Í tilefni afmælisdagsins ætla starfsmenn og nemendur að safnast saman fyrir framan skólann og syngja fyrir hann afmælissönginn. Að því loknu verður danspartý á skólalóðinni.

Afmælissöngurinn byrjar kl. 10:10 og stendur danspartýið yfir til kl. 11:00.

Starfsfólk Myllubakkaskóla hvetur foreldra og aðra velunnara sem geta til að mæta, taka lagið og dansa af sér skóna!