- Þjónusta
- Stjórnsýsla
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Nýtt hverfi er í undirbúningi hér í Reykjanesbæ og er framhald af Dalshverfi. Eins og gefur að skilja fylgja nýju hverfi margar nýjar götur sem eru nú nafnlausar, en það gengur ekki til lengdar. Þess vegna vill umhverfis- og skipulagsráð að leita til bæjarbúa um tillögur að nýjum götunöfnum.
Götunöfnin verða níu talsins en einnig þarf nafn á hverfistorgið. En við torgið verður endastöð strætó og leikskóli. Ekkert hámark eða lágmark er á fjölda tillagna og ekki þarf, þó heimilt sé, að tileinka einstökum götum nöfnin.
Skilyrðin eru að ending götunafna sé dalur og nöfnin séu hverfinu til sóma. Óhætt er að vísa í þjóðsögur, ævintýri eða kennileiti og sögu svæðisins. En allar tillögur eru vel þegnar.
Sett verður saman valnefnd sem tekur saman álitlegustu nöfnin og verði fjöldi tillagna í samræmi við væntingar verður endanlegt val ákveðið með íbúakosningu. Veittar verða viðurkenningar fyrir valin nöfn.
Smelltu hér til að taka þátt í nafnaleiknum
Tjarnargötu 12 | 230 Reykjanesbæ | Sími: 421 6700
reykjanesbaer@reykjanesbaer.is | Kt. 470794-2169
Opnunartími: kl. 9:00 – 16:00 mán.-fim.
og kl. 9:00-15:00 fös