Nafnasamkeppni Hrafnistu Reykjanesi

Húsnæði Hrafnistu í Reykjanesbæ.
Húsnæði Hrafnistu í Reykjanesbæ.

Hrafnista á Reykjanesi mun standa fyrir nafnasamkeppni á sex nýjar hjúkrunardeildir á nýju og glæsilegu hjúkrunarheimili sem opnar á Nesvöllum nú í mars.

Öllum er heimil þátttaka.

Æskilegt er að nöfnin hafi samfellu og að þau vísuðu í t.d. staði eða kennileiti á Reykjanesi.

Tillögum er hægt að skila á netfangið hronn@hrafnista.is eða á þjónustuborð þjónustumiðstöðvarinnar á Nesvöllum fyrir 10. mars næstkomandi.

Í dómnefnd verða; fyrir hönd Félag eldri borgara, Jórunn Guðmundsdóttir, fyrir hönd Reykjanesbæjar, Guðlaug María Lewis , fyrir hönd Hrafnistu, Hrönn Ljótsdóttir og fyrir hönd Sjómannadagsráðs, Guðmundur Hallvarðsson.

Nöfnin verða tilkynnt við vígslu Hrafnistu Nesvöllum þann 14. mars næstkomandi.