Listasmiðja fyrir grunnskólanemendur

Námskeið Listasmiðju Reykjanesbæjar hefjast í október.

Listasmiðja Reykjanesbæjar er að fara af stað með vetrarsmiðjur sem hefjast 17. október. Farið verður af stað með  nýtt námskeið fyrir fjóra aldurshópa á grunnskólaaldri. Námskeiðin fara fram tvisvar sinnum í viku og eru í einn og hálfan tíma í senn.
 
Á þessum námskeiðum verður lögð áhersla á að búa til jákvæðan áhuga gagnvart listum. Það verða könnuð ný efni og tækni. Námskeiðið leggur áherslu á sjálfssköpun,
gleði og hamingju. Jákvæð samskipti verða í forgrunni og  að allir fái tækifæri til að kynnist í gegnum leik og starf.
 
Listasmiðja Reykjanesbæjar heyrir undir Fjörheima Félagsmiðstöð og er styrkt af barnamenningarsjóði og European Solidarity Corps. Smiðjurnar verða öll haldin í kjallara Fjörheima sem staðsett er í 88 Húsinu við Hafnargötu 88 í Reykjanesbæ
 

Listanámskeiðin eru fyrir eftirfarandi aldurshópa


  • Barnahópur (börn fædd 2015-2013) - þriðjudaga og fimmtudag kl. 14:00-15:30
  • Cool kids (Börn fædd 2013-2011) - þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17:00-18:30
  • Unglingahópur (2011-2009) - mánudaga og miðvikudaga kl. 16:00-17:30
  • Ungmennahópur (2009-2007) - mánudaga og miðvikudaga kl. 18:00-19:30

Öll námskeiðin kosta það sama og hvatagreiðslur Reykjanesbæjar eða 45.000 kr. en það er takmarkaður fjöldi í hvern hóp. Námskeiðin hefjast í október og þeim lýkur í maí. Nánari upplýsingar um námskeiðin má finna hér
 

Um listasmiðjuna

Listasmiðja Reykjaness er verkefni þar sem lögð er áhersla á sköpun og kynningu á margvíslegum list formum fyrir ungmenni Reykjaness. Ungmennin fá tækifæri til þess að þróa listsköpun sína og reynslu í að sýna sköpunarverkin sín í formi listsýningar, undir handleiðslu starfsmanns með menntun í listum. Verkefnið hófst sem samstarfsverkefni félagsmiðstöðvarinnar Fjörheima og Vinnuskóla Reykjanesbæjar sumarið 2021, þar sem ungmennum gafst tækifæri á að vinna við skapandi störf. Á veturna er listarýmið svo starfrækt alla daga vikunnar fyrir hina ýmsu hópa ungmenna.