Dröfn Rafnsdóttir kennsluráðgjafi.
Dröfn Rafnsdóttir kennsluráðgjafi.

Föstudaginn 12. október var haldinn sameiginleg námstefna Sambands íslenskra sveitarfélaga og Skólastjórafélags Íslands undir yfirskriftinni:

Forysta til framfara - árangursrík stjórnun grunnskóla

Dagskráin var mjög áhugaverð og sóttu margir skólastjórnendur og skólafólk af Suðurnesjum námstefnuna.  Dröfn Rafnsdóttir kennsluráðgjafi Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar var með fyrirlestur á einni málstofunni sem hún nefnir:

Starfsþróun – fjölbreyttar leiðir í símenntun kennara

Erindið fjallar um fjölbreyttar leiðir í starfsþróun kennara og skólastjórnenda, hvaða leiðir hafa verið í boði síðasta áratuginn, hvort tími sé til að skoða nýjar og þá hvers vegna. Þá var Dröfn með vangaveltur er varða tækni og breytt hugarfar og hvort það kalli á breytingar á starfsþróun. Í framhaldi af þessum vangaveltum sagði hún frá fjölbreyttri starfstengdri símenntun sem á sér stað innan veggja skóla, á hverju hún byggir og hvernig megi fylgja henni eftir. Megin tilgangur erindisins var að opna umræðuna um starfstengda símenntun, eða starfsþróun, og möguleika hennar.
Hér má sjá dagskrá námstefnunnar í heild: http://si.ki.is/?PageID=3729