Náttúruvika á Reykjanesi

Dagana 25. júlí - 2. ágúst 2010 verða ýmsir dagskrárliðir tengdir náttúrunni í boði á Reykjanesskaga s.s. gönguferðir, fjöruferðir, fræðsla, sýningar o.m.fl. Nánar um dagskrárliði má sjá á vefsíðunni www.natturuvika.is . Náttúruvikan er samstarfsverkefni menningarfulltrúa Grindavíkur, Garðs, Sandgerðis, Voga, Reykjanesbæjar og sjf menningarmiðlunar. Náttúruvikan er hugsuð sem góð skemmtun fyrir alla fjölskylduna og jafnframt til að minna á hvað náttúran hefur upp á margt að bjóða. Náttúruvikan er styrkt af Menningarráði Suðurnesja. Verkefnastjóri er Sigrún Jónsdóttir Franklín, sjf@internet.is, gsm 6918828 www.sjfmenningarmidlun.is

Dagskrá á vegum Reykjanesbæjar
25.07.10 sunnudagur
Hjólaferð í gegnum Reykjanesbæ með Helgu Ingimundardóttur leiðsögumanni, heimsótt verða nokkur listagallerí með viðkomu í skógarrjóðri þar sem fuglalífið verður skoðað.
Mæting við Duushús kl 14:00 hjólaferðin tekur um það bil 2 klst
Allir velkomnir, enginn aðgangseyrir

26.07.10 mánudagur
Gengið um Rósaselsvötn með Konráði Lúðvíkssyni fyrrum formanni Skógræktarfélags Suðurnesja. Sagt verður frá skipulagi skógræktar á svæðinu og hugmyndum um verndun Rósaselsvatna.
Mæting við Duushús kl 20:00 ekið að Rósaselsvötnum gangan tekur um það bil 2 klst
Allir velkomnir, enginn aðgangseyrir

27.07.10 þriðjudagur
Ketill G. Jósefsson leiðsögumaður gengur um Hafnir og segir frá liðinni tíð auk þess sem hann fléttar inn frásögnum úr æsku sinni.
Mæting við samkomuhúsið í Höfnum kl 20:00 gangan tekur um það bil 2 klst.
Allir velkomnir, enginn aðgangseyrir

28.07.10 miðvikudagur
Grasaferð með Ásdísi Rögnu grasalækni þar sem hún mun fræða um íslenskar lækningajurtir og áhrif þeirra til lækninga og heilsubóta.
Mæting við Reykjaneshöll kl 18:00 Sameinast í bíla og ekið á svæði rétt utan við bæinn þar sem er fjölbreytt flóra, ferðin tekur um það bil 1 klst.
Allir velkomnir, enginn aðgangseyrir

29.07.10 fimmtudagur
Gengið um Háabjalla í landi Voga í Sólbrekkuskóg og til baka aftur í fylgd Kristjáns Bjarnasonar garðyrkjufræðings.
Ræddar hugmyndir um skógrækt og framtíðarmöguleika á því sviði á Suðurnesjum. Gerður samanburður við fjölsóttasta útivistarsvæði landsins í Heiðmörk.
Mæting kl 20:00 undir Háabjalla gangan tekur um það bil 2 klst
Allir velkomnir, enginn aðgangseyrir