Nemendakort í strætó fyrir nemendur með lögheimili á Suðurnesjum

Nemakort fyrir nemendur með lögheimili á Suðurnesjum fyrir vorönn eru til sölu hjá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum. Nemakortin gilda innan svæðis á Suðurnesjum og til og frá höfuðborgarsvæði.

Gildistími þeirra er ein önn, frá og með 1.janúar 2016. Nemakortin kosta  82.000,- kr.,  sem leggist inn á reikning Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum,   nr. 0142-26-11546, kt. 640479-0279.

Senda þar afrit af kvittun vegna millifærslu á netfangið verslun@straeto.is, ásamt nafni, kennitölu, vottorð um skólavist og mynd.  Kortin verða send á lögheimili nemanda.

Athygli er vakin á því að afgreiðsla kortanna getur  tekið 7-10 daga.

Upplýsingar um gjaldskrá og kaup er að finna á heimasíðu Strætó og í síma 540 2700.