- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Nemendur í 5.–7. bekk í öllum grunnskólum Reykjanesbæjar fengu skemmtilega tilbreytingu frá skólastarfinu í dag, 23. apríl, þegar þeir sáu leiksýninguna Orri óstöðvandi í Hljómahöll. Sýningin var í boði Þjóðleikhússins og byggð á vinsælum bókum Bjarna Fritzson um Orra og vinkonu hans Möggu Messi.
Verkið fangar hugarheim barna með húmor, líflegum sögum og hugrökkum hetjudáðum. Orri umbreytist í ofurhetjuna Orra óstöðvandi þegar hann þarf á hugrekki og sjálfstrausti að halda – og ásamt Möggu lenda þau í alls konar ævintýrum, hversdagslegum jafnt sem ótrúlegum, og eru uppátækjum þeirra engin takmörk sett.
Tónlistin í sýningunni er eftir vinsæla tónlistartvíeykið JóaPé og Króla og setti skemmtilegan svip á verkið. Sýningin ferðast nú um landið á vormisseri og er sýnd fyrir miðstig grunnskóla víða um land.

Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)