- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Yfir 90 nemendur úr Reykjanesbæ eru á meðal þeirra 10% nemenda á öllu landinu sem hlutu hæstu einkunnir á samræmdum prófum á haustönn 2012. Þetta gerist um leið og grunnskólanemar Reykjanesbæjar náðu almennt mjög stórstígum framförum á samræmdum prófum í haust.
Árni Sigfússon, bæjarstjóri, veitti hópnum viðurkenningarskjöl í tilefni þessa frábæra námsárangurs í Víkingaheimum í gær að viðstöddum foreldrum, öfum og ömmum og forsvarsmönnum grunnskólanna. Það voru nemendur í 4., 7. og 10. bekk grunnskólanna í Reykjanesbæ sem þreyttu samræmd próf sl. haust, alls 614 nemendur. Prófin eru framkvæmd með sama hætti um allt land og fara fram í íslensku, stærðfræði og ensku.
Í ávarpi Árna bæjarstjóra lagði hann áherslu á mikilvægi þess að viðurkenna hinn frábæra árangur sem þessir nemendur væru að sýna og væru þannig umhverfi sínu og samfélaginu til sóma og mikil hvatning fyrir aðra nemendur. Í þessum hópi væru jafnan sterkir forystumenn til framtíðar jafnt á sviði lista, íþrótta, vísinda og félagslegrar þátttöku.
Árni gat þess einnig að aðgerðir til að mæla árangur í skólastarfi væru langt frá því bundnar við mælingar á samræmdum prófum í íslensku, stærðfræði eða ensku. Margir nemendur hefðu t.d. sýnt frábæran árangur á tónlistarsviðinu, og mikið af ungu tónlistarfólki væri nú að láta að sér kveða í þjóðlífinu eftir að grunnur var lagður í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. “Við eigum tónlistarmenn í fjölmörgum tónsveitum sem eru að gera garðinn frægan um þessar mundir”,sagði Árni. Þá nefndi hann að það væru hvorki meira né minna en 240 Íslandsmeistarar á þessu ári á íþróttasviðinu frá Reykjanesbæ. Ekki síst væru miklir afreksmenn í grunnskólum Reykjanesbæjar sem m.a. kæmi fram í frábærum árangri í Hreystikeppni grunnskóla, þar sem grunnskólar úr Reykjanesbæ væru í fremstu röð. Þá mætti minna á að margir nemendur væru frábærir verkmenn og þannig mætti áfram telja. Með samræmdu prófunum er þó skýr mæling sem væri með sama hætti um allt land og því hentugur mælikvarði.
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)