Nemendur í leikskólanum Tjarnarseli fá poka frá Reykjanesbæ

Kátir krakkar með sundpoka frá Reykjanesbæ
Kátir krakkar með sundpoka frá Reykjanesbæ

Þessir kátu nemendur í leikskólanum Tjarnarseli litu við á bæjarskrifstofurnar í dag til þess að fá afhenta sundpoka sem Reykjanesbær gefur öllum nemendum í 1. bekk grunnskóla á vorin en pokana ætla þeir að nýta í vettvangsferðum skólans sem eru fastur liður.

Pokarnir munu nýtast þeim vel, bæði til þess að geyma nesti og muni og eins verða þeir nýttir til þess að sitja á úti.
Í þakklætisskyni sungu nemendurnir fyrir starfsmenn Þjónustuversins Nú er frost á frónni í tilefni Þorra.