- Þjónusta
- Stjórnsýsla
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Þrír grunnskólar í Reykjanesbæ komust á lista yfir þá skóla sem best komu út úr samræmdum prófum í stærðfræði sl. haust og enginn kemst á lista yfir þá skóla sem verst gengu, að því er fram kemur í Fréttablaðinu og vefmiðlinum Vísi í dag. Menntamálastofnun hefur lokið við að fara yfir niðurstöður samræmdra könnunarprófa í 4. og 7. bekk sem háð voru um allt land í haust.
Í úttekt Menntamálastofnunar kemur fram að nemendur í 7. bekk í Myllubakkaskóla hafi náð frábærum árangri í stærðfræði á prófinu. Holtaskóli og Njarðvíkurskóli eru hinir tveir skólarnir í Reykjanesbæ sem komust á lista yfir þá skóla sem komu best út í stærðfræði. Haft er eftir Arnóri Guðmundssyni forstjóra Menntamálastofnunar í fréttinni að allt bendi til þess að þessi góða niðurstaða sé afleiðing þess að Reykjanesbær hafi nýtt samræmdu prófin til að betrumbæta grunnskóla bæjarins í stað þess að stinga niðurstöðunni ofan í skúffu. „Sveitarfélagið notaði samræmd könnunarpróf og setti sér markmið út frá þeim um að ná meðaltali. Þannig hefur sveitarfélagið getað fylgt markmiðunum eftir,“ segir Arnór í fréttinni. Hann segir hins vegar að tilhneiging sé til þess innan skólanna að taka þau skilaboð sem prófin senda skólunum ekki nægilega alvarlega. Árangur Reykjanesbæjar sýni svart á hvítu að þau geti nýst til að bæta skólana.
Tjarnargötu 12 | 230 Reykjanesbæ | Sími: 421 6700
reykjanesbaer@reykjanesbaer.is | Kt. 470794-2169
Opnunartími: kl. 9:00 – 16:00 mán.-fim.
og kl. 9:00-15:00 fös