Nettómótið 2012

Frá nettómóti.
Frá nettómóti.

Senn líður að einum stærsta íþróttaviðburði í Reykjanesbæ því dagana 3. og 4. mars fer fram hið árlega Nettómót í körfubolta. Í fyrra var enn eitt aðsóknarmetið slegið því rúmlega 1200 keppendur frá 24 félögum mættu til leiks. Leikirnir urðu alls 447 á 13 körfuboltavöllum í 5 íþróttahúsum. Í raun er mótið “sprungið“ og að sögn unglingaráða Keflavíkur og UMFN er ekki ætlunin að bæta við liðum heldur auk enn á gæði mótsins og fjölga viðburðum fyrir þátttakendur og foreldra. Íbúar í Reykjanesbæ eru hvattir til að fylgjast vel með sínum liðum og kíkja við í íþróttahúsum bæjarins þessa helgi. Það sem hefur einkennt þetta mót er leikgleðin og keppnisandinn og það óvenjulega fyrirkomulag að stigin eru ekki talin í leikjunum og þar með eru allir sigurvegarar.  Við bjóðum hina fjölmörgu gesti og keppendur Nettómótsins hjartanlega velkomna í íþróttabæinn Reykjanesbæ. 

Frá Nettómóti