Njarðvíkingar og skáldin

Áki Gränz og myndin góða.
Áki Gränz og myndin góða.

Áki Gränz gaf Akurskóla á dögunum  mynd sem hann  málaði og nefnir Njarðvíkingar og skáldin.  Árni Sigfússon, bæjarstjóri, Gylfi Jón Gylfason, fræðslustjóri  og Valgerður Guðmundsdóttir, menningarfulltrúi tóku á móti þessari höfðinglegu gjöf ásamt skólastjórnendum Akurskóla þeim Sigurbjörgu Róbertsdóttur og Bryndísi Guðmundsdóttur. Verkinu hefur verið komið fyrir á bókasafni skólans, í Thorkellistofu.