- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Vetrarfrí leik- og grunnskólanna er núna um helgina og nóg í boði fyrir fjölskyldur í Reykjanesbæ sem vilja nýta dagana til samveru, útivistar og afþreyingar. Hér fyrir neðan getið þið séð opnunartíma og viðburði sem eru á dagskrá á bókasöfnum, söfnum og sundlaugum bæjarins yfir fríið en einnig er til dæmis tilvalið að ganga meðfram strandlengjunni, njóta haustsins og kíkja á Skessuna í hellinum.

Virkir dagar: 06:30–21:30
Helgar: 09:00–18:00
Virkir dagar: 15:00–21:30
Helgar: 09:00–18:30

Á bókasöfnunum verður líf og fjör í vetrarfríinu með fjölskylduvænum viðburðum.
Virkir dagar: 09:00–18:00
Helgar: 10:00–17:00
Virkir dagar: 08:00–18:00
Laugardagur: 10:00–14:00
Memmm – föstudaginn 17. október kl. 10:00–12:00 og mánudaginn 20. október kl. 13:00–15:00 í Aðalsafni
Opinn viðburður fyrir fjölskyldur með ung börn. Þar gefst tækifæri til að hitta aðra foreldra, syngja, leika og njóta samveru í rólegu umhverfi.
Haustföndur – sunnudaginn 19. október kl. 13:00–15:00 í Aðalsafni
Fjölskyldum er boðið í föndurstund á Aðalsafni þar sem búnir eru til fallegir haustkransar úr fjölbreyttum efnivið. Öll velkomin og aðgangur ókeypis.

Duus Safnahús, þar sem meðal annars eru Listasafn Reykjanesbæjar og Byggðasafn Reykjanesbæjar, verða opin alla helgina.
Þar geta gestir skoðað fjölbreyttar sýningar og tekið þátt í skapandi listsmiðjum fyrir alla aldurshópa.
Þriðjudagur–sunnudagur: 12:00–17:00
Mánudagur: lokað
Haustlauf / Autumn Leaves – laugardagur 18. október kl. 13:00-14:00
Opin listsmiðja fyrir börn á öllum aldri þar sem lauf eru teiknuð eða unnin með frottage-aðferð. Freyja Eilíf leiðir smiðjuna og efniviður er á staðnum.
Við hvetjum íbúa til að nýta vetrarfríið til að njóta þess sem Reykjanesbær hefur upp á að bjóða, hvort sem það er í sundi, á safni eða úti í náttúrunni.
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)