Norrænir kvikmyndadagar í Bíósal Duus

Norrænu félögin á Suðurnesjum standa fyrir norrænum kvikmyndadögum í Duus 11., 12. og 14. nóvember. Sýndar verða sex norrænar kvikmyndir og er aðgangur ókeypis að þeim öllum. Norræn bókasafnavika hefst auk þess í dag og þar er þemað vinátta.

Bíósalurinn í Duus safnahúsum er einn elsti bíósalur landsins. Allar myndirnar sem sýndar verða hafa vakið verðskuldaða athygli. Tvær íslenskar myndir verða sýndar, Málmhaus eftir Ragnar Bragason fimmtudaginn 12. nóvember kl. 17:00 og nýja heimildarmynd Ásdísar Thoroddsen, Veðrabrigði, sem fjallar um lífið á Flateyri, verður sýnd laugardaginn 14. nóvember kl. 17:00. Fyrir sýninguna mun Ásdís flytja erindi. 

Dagskráin í Bíósal Duus verður sem hér segir:

Miðvikudagur 11. nóvember

Kl. 17:00 Sænska myndin Vi ar bäst eftir Lukas Moodyson frá 2013

Kl. 19:00 Finnska myndin Grump eftir Dome Karukoski frá 2014

Fimmtudagur 12. nóvember

Kl. 17:00 Íslensk myndin Málmhaus eftir Ragnar Bragason frá 2013

Kl. 19:00 Norska myndin 1001 gram eftir Bent Hamer frá 2014. Myndin var framlag Norðmanna til Óskarsverðlauna það ár.

Laugardaginn 14. nóvember

Kl. 15:00 Danska myndin Antboy eftir Ask Hasselbach frá 2013

Kl. 17:00 Íslenska heimildarmyndin Veðrabrigði eftir Ásdísi Thoroddsen. Fyrir sýninguna mun Ásdís flytja stutt erindi.