- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Vilt þú taka þátt í notendaráði fatlaðs fólks í Reykjanesbæ?
Reykjanesbær óskar eftir fólki sem vill starfa í notendaráði og hafa þannig áhrif á málefni fatlaðs fólks í sveitarfélaginu. Starf notendaráðs sem eingöngu er skipað fötluðu fólki er að gefa álit sitt á stefnumótun um málefni fatlaðs fólks í Reykjanesbæ ásamt því að taka upp mál að eigin frumkvæði.
Skilyrði fyrir setu í ráðinu eru að þátttakendur séu búsett í Reykjanesbæ og nýti sér þjónustu sveitafélagsins vegna fötlunar sinnar. Undanfari setu í notendaráði er námskeið þar sem farið er yfir umhverfið sem notendaráðið mun starfa í s.s. lög, stjórnsýsla o.fl. Námskeiðið hefst 7. október frá kl. 16.00 - 17.20 og verður sex skipti.
Umsóknarfrestur í notendaráðið er til 5. október og skal sækja um á MSS.is eða í síma 421 7500.
Kennari námskeiðsins er Tinna Kristjánsdóttir, þroskaþjálfi og ekkert gjald er fyrir þátttöku á námskeiðinu. Frekari upplýsingar veitir Jón verkefnastjóri námskeiðsins í gegnum tölvupóstfangið jonkp87@gmail.com
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)