Ný aðalnámskrá leikskóla kynnt starfsfólki

Mánudaginn 13. febrúar kynnti Fræðsluskrifstofa Reykjanesbæjar  nýja aðalnámskrá leikskóla fyrir starfsfólki í leikskólum  Reykjanesbæjar ,Garðs og Sandgerðis í Fjölbrautaskóla Suðurnesja.  Kynnir var Hildur Skarphéðinsdóttir, skrifstofustjóri yfir leikskólasviði Reykjavíkurborgar. Kynning Hildar var skemmtileg og fræðandi en hún sagði frá vinnuferli við gerð námskrárinnar, kynnti það sem breytt er frá fyrri námskrá og fór yfir þau sex námssvið sem námsskráin byggir á.
Um 50 leikskólakennarar mættu ásamt fræðslustjóra Reykjanesbæjar til að hlýða á.